Póleruð gólf eru umhverfisvænstu gólf sem völ er á.

Kolefnisfótspor þeirra er mun minna en annara gólfa þar sem unnið er með steypuna sem hvort eð er þarf alltaf að vera til staðar.

Mjög lítið er notað af tilbúnum efnum á hvern fermetra og er því vinnsla efna og innflutningur þeirra í lágmarki.

Gólftækni vinnur að mörkun umhverfisstefnu til framtíðar í samráði við fagaðila á því sviði.