trans
Af hverju
póleruð gólf?

  • Pólering minnkar viðnám gólfa án þess þó að þau verði verulega hál.
  • Pólering lokar yfirborði steypunar svo ekki þarf að lakka eða mála gólfin.
  • Pólering eykur yfirborðsstyrk og þar með endingu gólfa til muna.
  • Pólering er umhverfisvænsta leiðin við meðhöndlun gólfa.
  • Pólering getur verið allt frá fremur möttu upp í háglans.

Steypt gólf

  • Steypt gólf eru mjög misjöfn af styrk og gæðum.
  • Styrkur þeirra fer eftir steypulöguninni, vinnslunni og aðstæðum.
  • Steypu er hægt að fá eftir mjög mörgum mismunandi uppskriftum.
  • Hlutfallslegt innihald sements, vatns, steinda og bætiefna ákvarðar tegund steypu.
  • Undirvinna jarðvegs, ákvörðun bendingar og hitakerfa skiptir miklu máli.
  • Niðurlögn og vinnsla steypu er lykilatriði í því að hún geti orðið eins og lagt er upp með.
  • Eftirvinnsla hennar er ekki síður mikilvæg.
  • Ytri aðstæður s.s. hiti, raki og vindur, hafa einnig mikil áhrif.

trans
Viðgerðir gólfa

  • Áður en viðgerðir steyptra gólfa fara fram þarf að ákveða hvernig gólfin eiga að vera þegar meðferð þeirra er lokið.
  • Taka þarf tillit til hvaða starfsemi verður á gólfunum og hve lengi er áætlað að þau endist.
  • Viðgerðir þurfa að fara fram á réttan hátt, með réttum efnum.
  • Fyrir viðgerðir eru ýmis sértæk efni til s.s. fyrir sprungur, frystiklefa, plötuskil, votrými o.sv.frv.
  • Við mælum alltaf með að gólfin séu skoðuð og nauðsynlegar mælingar og prófanir fari fram til að ákvarða hvernig hægt sé að meðhöndla þau.

Styrkur gólfa
Það eru helst fjögur atriði sem ákvarða styrk gólfa.

  • Burðarþol
  • Þrýstiþol
  • Togþol
  • Yfirborðsharka

Hvernig fer pólering
gólfa fram?

  • Almennt eru gólfin fyrst slípuð með grófum iðnaðar demöntum, settur herðir í yfirborðið, gólfin póleruð með fínni demöntum og að lokum er síler settur yfir.
  • Vélbúnaður til slípunar samanstendur af mismunandi slípivélum, ryksugum og fjölbreyttum demöntum, ásamt öðrum tækjum s.s. skúringavélum.
  • Oftast er um þurrslípun að ræða núorðið en einnig er eitthvað um blautslípun.
  • Það fer mest eftir grófleika yfirborðsins hvaða demant er byrjað með.
  • Stundum þarf að hreinsa önnur yfirborðsefni af eða leifar þeirra með mjög grófum demanti.
  • Í öðrum tilfellum hentar betur að byrja á heldur fínni létt bundnum demanti.
  • Grófari demantar mynda rispuför í yfirborðinu sem síðan slípast úr með þeim fínni.
  • Til að ná úr rispuförum þarf oftast að komast í frumstig póleringar; G400.
  • Grófleiki demanta er sambærilegur við sandpappír; frá G12 –
  • G3000 ( G = Grit, sem er mæliviðmiðið ).
  • Algeng slípun steyptra gólfa hefst í G30 og pólering endar í G400 – G1500.
  • Í flestum tilfellum þarf að spartla gólfin í ferlinu til að loka smágötum og sprungum.
  • Þegar póleringu er lokið er oftast settur síler yfir sem algengt er að “innbrenna” með viðeigandi vélum.